Ferill 695. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Prentað upp.

Þingskjal 1196  —  695. mál.
Flutningsmenn.

2. umræða.



Breytingartillaga


við breytingartillögu á þingskjali 1191 [Fjáraukalög 2020].

Frá Birni Leví Gunnarssyni, Ágústi Ólafi Ágústssyni, Birgi Þórarinssyni, Ingu Sæland og Þorsteini Víglundssyni.


    Fjárhæðin 1.286,0 m.kr. í 6. tölul. hækki um 9.100,0 m.kr.

Greinargerð.

    Stjórnarandstaðan leggur m.a. áherslu á nýsköpun, rannsóknir og skapandi greinar. Þá skiptir máli að aðgerðir stjórnvalda nái til beggja kynja. Hækka á þak á endurgreiðslum rannsóknar- og þróunarkostnaðar (1,5 milljarðar kr.) en það mun flytja fjölmörg verkefni til landsins. Settur verið 1 milljarður kr. í Tækniþróunarsjóð sem mundi næstum tvöfalda þennan lykilsjóð. Annar milljarður fer í Rannsóknasjóð og Innviðasjóð. Þá mun hálfur milljarður kr. renna til menningar, íþrótta og lista þar sem verulegt tekjutap hefur orðið vegna faraldursins. Keilir og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum fá 100 millj. kr. og Loftslagssjóður, þar með talið skógrækt, fær hálfan milljarð kr. Þá munu framlög til rannsókna og nýsköpunar í landbúnaði (svo sem grænmetisrækt) fá hálfan milljarð kr. Þá leggur stjórnarandstaðan til tímabundna niðurfellingu eða lækkun tryggingagjalds upp á 4 milljarða kr. fyrir fyrirtæki með sjö eða færri starfsmenn.